15.04.1975
Sameinað þing: 63. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2909 í B-deild Alþingistíðinda. (2200)

199. mál, fjarskipti við Siglufjörð og talsamband milli Reykjavíkur og Norðurlands

Landbrh. (Halldór E. Sigurðsson) :

Herra forseti. Ég verð að biðja hv. fyrirspyrjanda afsökunar á því að ég hef ekki tilbúið svar við þessari fyrirspurn núna. Það var búið að gera ráð fyrir því að það yrði komið í mínar hendur. Ég hafði reiknað með því alveg stöðugt og varaði mig ekki á því að þetta væri fyrsta málið á dagskrá og var því ekki búinn að tala við forseta. En ég vonast til að það komi fljótlega og skal ýta á það. Ég verð að biðja hæstv. forseta um að fresta fsp. svo að ég geti gefið þær upplýsingar sem um er beðið.