16.04.1975
Efri deild: 67. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2943 í B-deild Alþingistíðinda. (2230)

23. mál, meðferð einkamála í héraði

Frsm. (Ingi Tryggvason) :

Herra forseti. Allshn. hefur rætt frv. til l. um breyt. á l. nr. 85 23. júní 1936, um meðferð einkamála í héraði, og fengið skriflegar og munnlegar umsagnir um málið. N. hefur orðið sammála um að mæla með samþykkt frv., en gerir þó svolitla brtt. við frv., sem er á þskj. 433. Efnislega er sú breyt., sem þarna er lagt til að gerð verði, á þá lund að í stað þess að gert er ráð fyrir að jafnan sé bókað í þingbækur um þinghald sé heimilt að veita leyfi til þess að það sé ekki gert, þ. e. a. s. að hljóðupptakan ein nægi sem bókun, en þannig hafa þessi mál verið í framkvæmd hjá borgardómaraembættinu í Reykjavík a. m. k. að undanförnu.