17.04.1975
Sameinað þing: 65. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3019 í B-deild Alþingistíðinda. (2261)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Tómas Árnason) :

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur rannsakað kjörbréf Jóhannesar Árnasonar, Aðalstræti 55, Patreksfirði, sem 2. varaþm. D-listans í Vestfjarðakjördæmi. Kjörbréfanefnd hefur ekki fundið neina meinbugi á kjörbréfinu, en þarf að gefa samt örlitla skýringu. Það hefur verið gefið út kjörbréf, þar sem Jóhannes Árnason er talinn vera 2. varaþm. D-listans í Vestfjarðakjördæmi, en vegna þess að Sigurlaug Bjarnadóttir hlaut landskjör og er landsk. þm. hefur Jóhannes Árnason þar með orðið 1. varaþm. Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi, en kjörbréfið mun hafa verið gefið út áður en landskjör þm. var ákveðið endanlega. Með hliðsjón af þessari skýringu og þar sem kjörbréfanefnd hefur ekki fundið neitt athugavert við kjörbréfið leggur hún einróma til, að það verði samþ. og kosning Jóhannesar Árnasonar tekin gild.