22.04.1975
Sameinað þing: 67. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3112 í B-deild Alþingistíðinda. (2318)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (Gils Guðmundsson) :

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 21. apríl 1975.

Guðmundur H. Garðarsson, 6. landsk. þm., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. 1. um kosningar til Alþ. að óska þess, að 1. varamaður landsk. þm. Sjálfstfl., Ingiberg J. Hannesson sóknarprestur, taki sæti á Alþ. í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fara fram í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti Nd.

Ég vil mælast til þess við hv. kjörbréfanefnd, að hún taki kjörbréf Ingibergs J. Hannessonar til athugunar. Verður nú gefið 7 mínútna fundarhlé eða til kl. 2.15, meðan rannsókn kjörbréfsins fer fram. — [Fundarhlé]