22.04.1975
Sameinað þing: 67. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3112 í B-deild Alþingistíðinda. (2319)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur athugað kjörbréf Ingibergs J. Hannessonar sóknarprests á Hvoli í Saurbæ í Dalasýslu, sem nú kemur til Alþ. í stað Guðmundar H. Garðarssonar, 6. landsk. þm., sem fengið hefur fjarvistarleyfi. Séra Ingiberg er 1. varamaður landsk. þm. Sjálfstfl. Kjörbréf hans er útgefið af landskjörsstjórn í Reykjavík 10. júlí 1974. N. leggur einróma til, að kosningin verði tekin gild og kjörbréfið samþykkt.