22.04.1975
Neðri deild: 71. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3124 í B-deild Alþingistíðinda. (2343)

130. mál, fóstureyðingar

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð, að öllum líkindum á úrslitastundu þessa máls hér í hv. d. Ég hef áður gert grein fyrir mínum viðhorfum til þessa máls, en ég vil þó aðeins taka undir það að við fjórmenningarnir, sem að þessari till. stöndum, sem nú er til umr., lítum svo á að hér séum við að reyna að gera síðustu tilraun til þess, a. m. k. að minnka það skref sem allar líkur eru á að stíga eigi í frjálsræðisátt að því er þessi mál varðar.

Það kom hér fram í umr. við. 2. umr. málsins að allmargir líta svo á að ekki verði um að ræða ýkjamikinn mun á framkvæmd frv., eins og það nú liggur fyrir, miðað við fyrri gerð þess, og er þá átt við 9. gr. Ég veit ekki hvort þm. almennt hafa lesið yfir 9. gr. eins og hún var í frv. þegar það upphaflega var lagt fram, þ.e. a. s. um fóstureyðingu að ósk konu. í þeirri upphaflegu mynd frv. var þó á það drepið að engar læknisfræðilegar ástæður kæmu í veg fyrir að fóstri yrði eytt. Í þessari gr. núverandi er ekki orði á það minnst að læknisfræðilegar aðstæður skuli teknar með í reikninginn. Ég lít því svo á og ég hygg að allmargir aðrir hv. þm., sem gæfu sér tóm til þess að skoða og bera saman 9. gr. eins og hún var í upphaflegu frv. og eins og hún er nú, kæmust að þeirri niðurstöðu að það er síður en svo að 9. gr. 1 nú sé þrengri, gefi minna svigrúm til eyðingar lífs en hin upphaflega 9. gr. 1 var.

Ég tek undir það, sem hér hefur komið fram, að ég er nærri viss um að hefðu fleiri hv. þm. hlýtt á umr. til loka, síðast þegar þetta mál var rætt hér í hv. deild og gæfu hv. þdm. sér tíma til að hliða enn á umr. þessa máls, ekki kannske síst á mál hv. þm. Sverris Bergmanns og hv. 6. landsk, þm., sem hér var að ljúka máli sínu rétt áðan, þá hygg ég að menn mundu skoða hug sinn um það hvort þeir vilja að því standa að rýmka svo löggjöf um fóstureyðingar eins og allt útlit er nú fyrir að eigi að gera. Ég held að hv. 6. landsk, þm., sem talaði hér áðan, hafi ekki fyllilega gert sér grein fyrir því, þegar hann sagði að gæfa Alþ. væri í því fólgin að breyta þessari umdeildu gr. í það horf sem hún nú er, að hér er í raun engu verið að breyta til þrengingar. Það er hér verið í reynd að staðfesta upphaflega mynd frv., og á ég þar við 9. gr. 1.

Ég vænti þess að eftir umhugsun um þessi mál. frá því að þau voru hér til umr. síðast, þá verði þeir hv. þdm. fleiri sem komist á sömu skoðun og við sem stöndum að þeirri brtt. sem nú er flutt, þó að ég fyrir mitt leyti vilji taka fram að ég tel að þrátt fyrir það að þær brtt., sem hér eru til umr., yrðu samþ., þá er það enn, að mínu viti of rúm löggjöf sem við yrðum að búa við að því er varðar löggjöf um fóstureyðingar. En ég vænti þess að hv. þdm, íhugi þetta þar til málið kemur til lokaafgreiðslu og ég vænti þess að það verði fleiri sem verða okkur sammála undir lokin.