22.04.1975
Neðri deild: 71. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3125 í B-deild Alþingistíðinda. (2346)

204. mál, ráðstafanir í efnahagsmálum

Frsm. meiri hl. (Ólafur G. Einarsson) :

Hæstv. forseti. Fjh.- og viðskn. kom saman til fundar í dag og ræddi þetta mál frekar á fundi sínum. N. flytur sameiginlega nokkrar brtt. sem eru á þskj. 494 og mun ég greina frá þeim hér á eftir. Auk þess flytur meiri hl. fjh.- og viðskn. brtt. sem er á þskj. 495.

1. brtt. er við 7. gr. frv. $g gat um það við 2. umr. málsins, að vænta mætti brtt. sem varðaði 14, gr. skattalaganna vegna lausnar sjómannaverkfallsins og þessi brtt. er við 2, málsgr. 14, gr. tekjuskattslaganna, er breytist þannig, að í stað „6 mánuði“ komi: 4 mánuði. Ef ég les 2. málsgr. þá er hún svo hljóðandi: „Sömu aðilum skal veittur sérstakur frádráttur fyrir hvern mánuð reiknað á sama hátt, enda hafi þeir verið skipverjar á íslenskum skipum ekki skemur en 4 mánuði á skattárinu.“ Þannig er brtt. Í 5. málsgr. sömu gr. breytist 8% í 10%. Gr. hljóðar þá svona: „Auk frádráttar skv. 1.–4. málsgr. þessarar gr. skal frá beinum tekjum sjómanna á fiskveiðum á íslenskum fiskiskipum draga 10% teknanna áður en skattur er á þær lagður“ o. s. frv.

2. brtt. er í þremur liðum og þar er bæði um að ræða leiðréttingu og það sem fallið hefur niður annars vegar í prentun og hins vegar af vangá. Það þarf að breyta í 9. gr. orðunum „útsvarsskyldar tekjur“, í stað þess komi: vergar tekjur til skatts. Er það í samræmi við breytingar sem gerðar hafa verið á öðrum gr. frv. Þetta er a-liðurinn í 2. brtt. — B-liðurinn er um tilfærslu á tilteknum orðum sem lentu á röngum stað í brtt. meiri hl. við 2. umr., og færast þessi orð, „eða skv. 16. gr. laganna“, úr 2. málslið í 3. málslið 5. málsgr. B-liðar og komi fyrir aftan orðið „staflið“. Ég vona að þetta sé ljóst. — Þá er c-liður þessarar brtt. Þar þarf að fella niður orðin „stafliðum a. og b. í“ vegna þess að þessir stafliðir hafa þegar verið felldir niður.

3. brtt. á þskj. 494 er svo við 28. gr., sem nú er orðin, en var 26, gr. í frv. Það er við b-lið 1. málsgr. Á eftir orðunum „samsköttuð hjón“ bætist við: og fólk í óvígðri sambúð sem telur fram saman, sbr. 5. málsgr. B-liðar 25. gr. l. nr. 68/1971 með síðari breytingum. — Þetta er líka í samræmi við breytingar sem samþ. voru við 2. umr. B-liðurinn er svo af sömu rót runninn, sú brtt., og a-liður 2. brtt., þ. e. að orðin „útsvarsskyldar tekjur“ breytist í „vergar tekjur til skatts“.

Þá er 4. brtt. Hún er við 32. gr., sem var 30. gr. í frv., og er þess efnis að í stað 3 000 millj. komi 3 800 millj., þ. e. a. s. að fjmrh. er heimilt f. h. ríkissjóðs að taka erlent lán að jafnvirði allt að 3 800 millj. kr. í stað 3 000, sem er í frv. Og 2. málsliður breytist svo, að af þeirri fjárhæð er heimilt að endurlána Framkvæmdasjóði 2 000 millj. í stað 1 200 millj.

Ég vænti þess að hæstv. forsrh. muni gera frekari grein fyrir þessum lið hér á eftir. Þetta eru þær till. sem fjh.- og viðskn. stendur að sameiginlega. Þá flytur meiri hl. fjh.- og viðskn. till á þskj. 495 og er hún við ákvæði til bráðabirgða á eftir 12. gr. Þar bætist við nýr liður sem verði c-liður svo hljóðandi: „Heimild til sérstakrar, óbeinnar fyrningar vegna verðhækkunar á fjármunum, sem notaðir eru til öflunar tekna í atvinnurekstri skv. 6. málsgr. C-liðar 15. gr. l. nr. 68/1971, sbr. 7. gr. laga nr. 7/1972, skal við álagningu fyrir skattárið 1974 takmörkuð við 70% af þeirri hækkun sem ákveðin var með verðhækkunarstuðlum þeim sem fjmrn. auglýsti 23. des. 1974.“ Þetta þýðir í raun það að verðhækkunarstuðullinn fyrir þetta ár verður þá 49% í stað 70% sem var í auglýsingu fjmrn. Ég vek athygli á því að með þessari breytingu er í raun og veru ekki verið að taka neitt frá neinum. Ég bendi á það að verðhækkunarstuðullinn á síðasta ári var 10%, en verður nú 49%. Þetta kemur að sjálfsögðu aðeins þeim til góða sem hafa tekjuafgang, vegna þess að það er ekki hægt að mynda tap með því að nota þennan stuðul. En raunverulega kemur hann þeim best sem hafa nýlega lagt í mikla fjárfestingu, t. d. í vélum, og má deila um hvort það sé hin réttlátasta regla. Hins vegar held ég að menn séu almennt sammála um að fyrningarreglur þurfi að endurskoða með það fyrir augum að þær komi réttlátar niður en þær nú gera.

Ég hef ekki miklu við þetta að bæta. Ég vil aðeins láta þess getið vegna þeirra orðaskipta sem fram fóru hér í gærkvöld milli mín og hv. þm. Svövu Jakobsdóttur, að í sjálfu sér rengi ég ekki þær tölur sem þm. nefndi í þeim samanburði, þ. e. á skattgreiðslum einstæðra foreldra og hjóna, en ég held að við höfum einfaldlega ekki verið að tala um nákvæmlega sama hlutinn. Ég ítreka það að sá samanburður, sem mér sýnist að þarna sé réttur, sé sá að það þarf að bera saman rauntekjurnar. Það verður að horfa til þess hver raunveruleg greiðslustaða heimilanna er. En ég benti á það að í dæminu, sem fylgdi bréfi Félags einstæðra foreldra, væri svo ekki gert. Og ég komst í mínum samanburði að þeirri niðurstöðu að greiðslustaða einstæðra foreldra væri betri en hjóna og næmi það liðlega 102 þús. kr. Ég hef látið endurreikna þetta dæmi miðað við þá breytingu, sem nú hefur verið samþ., þess efnis að meðlag, sem einstætt foreldri tekur við, sé ekki skattskylt, og þá kemur út úr þessu dæmi 141800 kr. betri staða hjá einstæðu foreldri. En eins og hv. þm. Svava Jakobsdóttir nefndi var þar miðað við skattlagningu á nákvæmlega sömu tölu og þá kemur að sjálfsögðu annað út.