23.04.1975
Neðri deild: 72. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3165 í B-deild Alþingistíðinda. (2373)

130. mál, fóstureyðingar

Ragnhildur Helgadóttir:

Herra forseti. Þar sem í núv. mynd frv. stendur: „þegar ætla má, að þungun og tilkoma barns verði konunni og hennar nánustu of erfið vegna óviðráðanlegra félagslegra ástæðna“, þá tel ég að alveg sé rækilega til tekið, að þarna er um að ræða atriði, sem getur ekki átt að túlka öðruvísi en þröngt. Breyt. á orðalagi í þá átt, að í stað „of erfið“ stæði „ofraun“ get ég ekki séð að hafi nokkra þýðingu og segi þess vegna nei.