25.04.1975
Efri deild: 74. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3295 í B-deild Alþingistíðinda. (2414)

204. mál, ráðstafanir í efnahagsmálum

Geir Gunnarson:

Herra forseti. Við 1. umr. gerði ég grein fyrir brtt. sem ég flutti við þetta frv. um athugun á framfærslukostnaði barna, till. sem er prentuð á þskj. 504. Ég tel að það liggi nú fyrir að till. fæst ekki samþykkt í þeirri mynd, sem hún var flutt og ég hefði kosið. En eftir viðræður við hæstv. forsrh. um orðalag till. á þann veg að meiri líkur yrðu til þess að hún fengist samþ. hef ég ákveðið að flytja hana í breyttri mynd og leyfi mér að leggja fram skrifl. brtt. svo hljóðandi, með leyfi hæstv. forseta:

Við ákvæði til bráðabirgða á eftir 12. gr. bætist nýr stafliður:

„Fyrir árslok 1975 skal fjmrh. láta fara fram sem nákvæmasta könnun á framfærslukostnaði barna, þ. á m. hvernig honum er háttað eftir mismunandi aldri og fjölda barna í fjölskyldu, svo að hafa megi niðurstöður könnunarinnar til hliðsjónar við álagningu skatta og :ákvörðun tryggingabóta sem greiddar eru vegna barna. Skýrsla um könnunina verði lögð fyrir Alþ.“

Ég vænti þess að forseti muni leita afbrigða til að till. megi koma fyrir.