26.04.1975
Neðri deild: 74. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3341 í B-deild Alþingistíðinda. (2440)

149. mál, járnblendiverksmiðja í Hvalfirði

Sverrir Hermannsson:

Virðulegi forseti. Ég álít nauðsynlegt að íslendingar skjóti fleiri stoðum undir efnahag sinn með því m. a. að verja nokkrum hluta raforku sinnar til stóriðju. Þó ber í því efni að fara með fyllstu gát. Ég er gagnrýninn á ýmis ákvæði frv. þess, sem hér liggur fyrir til afgreiðslu, og sýnist viðsemjandi vor hafa matað krókinn. Þó hef ég enga brtt. fram borið við frv. þetta né heldur mun ég fylgja þeim sem fram eru bornar í hv. d., utan 3. brtt. á þskj. 453 frá hv. þm. Magnúsi Kjartanssyni um þá sjálfsögðu aðferð að Alþ. kjósi hlutfallskosningu í stjórn fyrirtækisins, en sú brtt. er að mínum dómi eðlilegri en sú sem hv. þm. Bragi Sigurjónsson flytur á þskj. 466 um sama efni. Ég mun ekki framar ljá fylgi mitt við ríkjandi einstefnu í staðarvali stórvirkjana og stóriðju en önnur áform, sem orðfærð hafa verið um virkjunarmál annarra landshluta, hins vegar enn svo laus í reipunum að vart er hönd á festandi. T. a. m. virðast menn drumbs um að ályktunartill, mín um að stórvirkjunarmöguleikar Austurlands verði rannsakaðir, hvað þá meir, nái fram að ganga. Á hinn bóginn vil ég ekki, úr því sem komið er, leggja stein í götu þessa máls og er einnig ósammála forsendum hinnar rökstuddu dagskrár og segi því nei.