26.04.1975
Neðri deild: 75. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3371 í B-deild Alþingistíðinda. (2460)

149. mál, járnblendiverksmiðja í Hvalfirði

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Mig langar aðeins til að vekja sérstaka athygli á því að nú í fyrsta skipti, að því er ég minnist, hefur hv. þm. Magnús Kjartansson játað það hér í þingsölunum, að hann hafi skrifað Union Carbide bréf þar sem hann tilkynnti að hvorki þingflokkur Alþb. né þingflokkur Sjálfstfl. hafi á þeim tíma verið reiðubúnir til að lýsa yfir stuðningi við málið eins og það lá fyrir þá, en að hann sjálfur hins vegar persónulega og þá væntanlega ríkisstj. öll hafi verið málinu fylgjandi. M. ö. o.: hér kemur það fram í þessari lokaræðu hv. þm. að það var ágreiningur á milli a. m. k. hans og þingflokks Alþb. um málið. En nú hefur hann hins vegar látið meiri hl. í Alþb. kúga sig til þess að kúvenda gersamlega.