29.04.1975
Sameinað þing: 70. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3415 í B-deild Alþingistíðinda. (2509)

214. mál, innheimta afnotagjalda sjónvarps og hljóðvarps

Menntmrh. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Eins og fram kom í máli hv. fyrirspyrjanda og öllum hv. þm. er vafalaust ljóst er þessi spurning í raun og veru um túlkun á ákvæðum laga um innheimtu afnotagjalda útvarps. Á þessu stigi vil ég svara henni í einu lagi þannig: Ég hef rætt þetta atriði við lögfróða menn, en hef ekki enn þá fengið formlegt álit. Vitanlega ber hér að fara í einu og öllu að réttum lögum og verður þetta mál vandlega athugað og ákvarðanir teknar að því búnu.