30.04.1975
Neðri deild: 77. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3473 í B-deild Alþingistíðinda. (2586)

155. mál, Ríkisforlag

Frsm. (Magnús T. Ólafsson) :

Hæstv. forseti. Félmn. hefur fjallað um þetta frv. og leitað um það umsagna. Ég tel að þær umsagnir sem bárust hafi í sjálfu sér verið jákvæðar gagnvart tilgangi málsins en tekið var fram að þeim aðilum, sem þær sendu, virtist að þörf væri frekari könnunar áður en máli af þessu tagi, um stofnun ríkisforlags til að dreifa upplýsingaritum ríkisins og gefa þau út eftir því sem rétt þætti, væri ráðið til lykta. Því hefur n. orðið sammála um þá niðurstöðu að leggja til að hv. d. vísi málinu til ríkisstj.