02.05.1975
Sameinað þing: 72. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3484 í B-deild Alþingistíðinda. (2598)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (Ásgeir Bjarnason) :

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 30. apríl 1975.

Varaformaður þingflokks framsóknarmanna hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Mér hefur tjáð Páll Pétursson, 3. þm. Norðurl. v., að hann geti ekki vegna anna sótt þingfundi á næstunni. Samkvæmt beiðni hans er þess því óskað með skírskotum til 138. gr. laga um kosningar til Alþ., að 1. varamaður Framsfl. í Norðurl. v., Guðrún Benediktsdóttir húsfrú, taki sæti Páls meðan hann er fjarverandi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti Nd.

Kjörbréf Guðrúnar Benediktsdóttur liggur hér fyrir og vil ég biðja kjörbréfanefnd að rannsaka kjörbréfið og fær hún 6 mínútur til starfa. Fundi er frestað í 5 mínútur. — [Fundarhlé.]