02.05.1975
Efri deild: 77. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3487 í B-deild Alþingistíðinda. (2608)

269. mál, mörk lögsagnarumdæma Reykjavíkur og Kópavogs

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Þetta frv. um breytingu á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs er flutt að beiðni borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórnar Kópavogs. Þessir aðilar hafa gert með sér samning um þessa breytingu, sem nánar er lýst í frv. og skýrð á þeim uppdrætti, sem er á 4. síðu frv., en báðir aðilar hafa óskað mjög eftir því, að þetta frv. gæti orðið að lögum á þessu þingi. Málið er skýrt með því samkomulagi, sem prentað er sem grg., og öðrum upplýsingum og tel ég ekki ástæðu til að ræða það nánar, en legg til að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. félmn.