07.05.1975
Sameinað þing: 74. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3527 í B-deild Alþingistíðinda. (2653)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (Ásgeir Bjarnason) :

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 2. maí 1975.

Sigurður Blöndal, 2. varaþm. Austf., hefur í dag ritað mér á þessa leið.

„Þar sem ég vegna anna heima fyrir mun ekki geta sótt þingfundi næstu vikur, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþ. að óska þess, að 2. varam. Alþb. í Austurl., Þorsteinn Þorsteinsson vélgæslumaður á Höfn í Hornafirði, taki sæti á Alþ. í minn stað.

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti Nd.

Það liggur fyrir kjörbréf Þorsteins Þorsteinssonar og þarf kjörbréfanefnd að rannsaka það. Bið ég n. að taka kjörbréfið til athugunar og fær hún 5 mín. tíma til þess. Fundi er frestað í 5 mín. — [Fundarhlé.]