07.05.1975
Efri deild: 78. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3572 í B-deild Alþingistíðinda. (2707)

266. mál, þörungavinnsla við Breiðafjörð

Frsm. (Steingrímur Hermannsson) :

Herra forseti. Ég held ég muni orð hv. þm. það vel að hann ræddi bæði um eigið fjármagn í fyrirtækjum og taldi það lítið, 20–25%, og ræddi einnig um arðsemi þessa fyrirtækis sem hann taldi vera litla, 22%. Ég taldi mig hafa gert fyrri þættinum það góð skil áður að ég þyrfti ekki að endurtaka það, en taldi nauðsynlegt í því, sem ég sagði áðan, að lýsa furðu minni á því sem hann hefur sagt um arðsemina. Verð ég að segja það fyrir mitt leyti að mér sýnist þessi málflutningur bera þess furðulegan vott að þessi skarpskyggni íslenski verslunarmaður viti bókstaflega ekki hvað arðsemi er og hvað eigið fjármagnshlutfall er í fyrirtækjum.