10.05.1975
Neðri deild: 82. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3807 í B-deild Alþingistíðinda. (2966)

Umræður utan dagskrár

Magnús Kjartansson:

Hæstv. forseti. Ég held að þetta sé næsta einstæður atburður, að ráðh. komi hér í ræðustól og fari að bera sakir á embættismenn í rn. sínu fyrir að þeir hafi ekki gegnt skyldustörfum sinum. Ég kannast ekki við að þetta hafi gerst áður hér á þingi, a. m. k. ekki þann tíma sem ég hef verið hér. Að sjálfsögðu er það skylda þessa hæstv. ráðh. að tryggja að slíkum fsp. sé svarað innan eðlilegs tíma.

Það er misskilningur hjá hæstv. ráðh. að það hafi verið óskað eftir skriflegu svari. Það var óskað eftir skýrslu t deildinni, eins og skýrt er kveðið á um bæði í þingsköpum og í stjórnarskránni. Ég bar slíka fsp. upp við einn af hæstv. ráðh., hæstv. utanrrh. Hann svaraði skýrslunni mjög fljótt og gerði það munnlega héðan úr ræðustól og urðu smáorðaskipti okkar í milli í því sambandi. Þannig hefur verið að þessum málum staðið og unnið, og hafi hæstv. heilbr.- og trmrh. misskilið þessi vinnubrögð, þá hefði átt að vera auðvelt fyrir hann að fá rétta vitneskju um það. En hitt tel ég algerlega ósæmandi, að ráðh. komi hér til þess að ásaka embættismenn sína um að þeir. gegni ekki störfum sínum eins og vera skyldi.