10.05.1975
Neðri deild: 82. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3866 í B-deild Alþingistíðinda. (3007)

222. mál, Leiklistarskóli Íslands

Menntmrh. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Virðulegi forseti. Ég vil leyfa mér að þakka menntmn. fyrir afgreiðslu þessa máls. Það er auðséð að hún hefur lagt mikla vinnu í að kanna ýmsa þætti þess. Ég vil segja það um þær brtt., sem n, leggur fram, að ég hef ekkert við þær að athuga. Sumar tel ég tvímælalaust til bóta, við aðrar geri ég heldur engar aths. En ég árétta það, sem ég sagði þegar ég lagði þetta mál hér fram í hv. d. á sínum tíma, að ég tel mjög miklu skipta að málið fái afgreiðslu á þessu þingi. Auðvitað skiptir það þá líka miklu máli að það sé í því formi að allir megi vel við una. Ég hygg að n. hafi þokað því enn meir í þá áttina heldur en það kann að hafa verið þegar það var lagt fram.