12.05.1975
Neðri deild: 83. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3892 í B-deild Alþingistíðinda. (3070)

177. mál, Fljótsdalsvirkjun

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Það var ekki eðlilegt að hv. iðnn. gerði till. um afgreiðslu síðari hluta hinnar upphaflegu tillögugerðar vegna þess að áður en þáltill. var vísað til hv. nefndar þá hafði flm. till. dregið þann líð til baka, þannig að af sjálfu leiddi að ekki varð afgr. frá n. neitt sem snerti það atriði um að leita eftir kaupanda að orku með stóriðju staðsetta í Reyðarfirði fyrir augum.

Ég vil ekki lengja þessar umr., aðeins lýsa yfir ánægju minni yfir afgreiðslu hv. n., og vænti þess fastlega að þetta mál fái héðan af hina greiðustu leið gegnum hið háa Alþingi.