12.05.1975
Neðri deild: 83. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3894 í B-deild Alþingistíðinda. (3080)

134. mál, launasjóður rithöfunda

Frsm. (Ellert B. Schram):

Herra forseti. Hv. menntmn. hefur skilað svo hljóðandi nál. um þetta frv.:

„Nefndin hefur athugað frv. og er sammála um að mæla með samþykkt þess eins og það liggur fyrir eftir meðferð í Ed.

Frv. er flutt í framhaldi af þál., sem Alþ. samþykkti 18. maí 1972, þess efnis „að fjárhæð, er nemi sem næst andvirði söluskatts af bókum, renni til rithöfunda og höfunda fræðirita sem viðbótarritlaun“.

Alþ. hefur á fjárlögum veitt fé til rithöfunda í þessu skyni og ljóst er að þessi réttarbót var hugsuð til frambúðar. Umrætt frv. er flutt því til staðfestingar og er eðlilegt að Alþ. fylgi þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið.“