13.05.1975
Sameinað þing: 77. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3960 í B-deild Alþingistíðinda. (3204)

329. mál, yfirvinna og aukagreiðslur í opinberum rekstri

Fyrirspyrjandi (Oddur Ólafsson):

Herra forseti. Á þskj. 287 hef ég leyft mér að flytja fsp. til hæstv. fjmrh. um yfirvinnu og aukagreiðslur í opinberum rekstri. Fsp. hljóðar svo:

„Hve hárri upphæð námu yfirvinnugreiðslur á árinu 1974: a) hjá fjmrn. og stofnunum þess, b) hjá menntmrn. og stofnunum þess, e) hjá samgrn. og stofunum þess, d) hjá iðnrn. og stofnunum þess, e) hjá heilbr.- og trmrn. og stofnunum þess?

Hverjar voru heildaryfirvinnugreiðslur ríkissjóðs á árinu 1973?“

Þessi fsp. var flutt fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum og eru nú kannske ekki alveg sömu forsendur og þá voru til slíkrar fsp. því að ýmislegt hefur upplýst síðan. En það er vitað mál að á undanförnum árum hefur ríkisbáknið blaðíð mjög utan á sig og nú þegar mikið er talað um sparnað, þegar mikið er talað um samdrátt og niðurskurð á framkvæmdum hins opinbera, þá finnst mér ekki ófróðlegt að við fáum hugmynd um hvernig varið er launagreiðslum ríkisins. Þessi fsp. er flutt til að beina athygli að því hvort nokkurs staðar sé mögulegt að spara, ekki aðeins í framkvæmdum ríkisins, heldur einnig í rekstri.