13.05.1975
Sameinað þing: 78. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3986 í B-deild Alþingistíðinda. (3248)

164. mál, hafís að Norðurlandi

Frsm. (Lárus Jónsson):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til athugunar till. til þál. um viðbrögð gegn hafískomum að Norðurlandi. Nefndin mælir með að till. verði samþykkt með nokkurri breytingu. Brtt. er á þskj. 652 og er svo hljóðandi:

Tillgr. orðist því svo:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að láta kanna afleiðingar truflana á vöruflutningum til byggðarlaga á Norðurlandi, ef hafís kynni að leggjast þar að landi, og gera áætlun um hvernig bregðast skuli við slíkum vanda.“

Nefndin leggur til að tillgr. verði samþykkt í þessu formi.