14.05.1975
Efri deild: 90. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4074 í B-deild Alþingistíðinda. (3327)

177. mál, Fljótsdalsvirkjun

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það er rétt sem hv. 7. landsk. þm. tók fram að í útbýttri dagskrá hafa orðið þau mistök að þar er greint frá þessu máli með þeirri fyrirsögn sem var á till. þegar hún var lögð fram í hv. Nd. En þar var gerð breyting, eins og hv. þm. gat um, og till. er nú um rannsókn á byggingu Fljótsdalsvirkjunar. Það er beðið afsökunar á þessum mistökum. Hér er um að ræða undantekningu, sem staðfestir þá reglu að dagskrá frá skrifstofu Alþingis er lýtalaus.