15.05.1975
Neðri deild: 90. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4255 í B-deild Alþingistíðinda. (3492)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Magnús T. Ólafsson) :

Borist hefur svolátandi bréf:

„Reykjavík, 14. maí 1975.

Þar sem ég er á förum til útlanda og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþ. að óska þess að 1. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavík, Geirþrúður Hildur Bernhöft ellimálafulltrúi, taki sæti á Alþ. í fjarveru minni.

Ellert B. Schram,

11. þm. Reykv.

Til forseta Nd.

Frú Geirþrúður H. Bernhöft hefur áður skipað þingbekk á þessu þingi og býð ég hana velkomna til starfa.