28.11.1974
Sameinað þing: 14. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 450 í B-deild Alþingistíðinda. (351)

44. mál, afnám vínveitinga á vegum ríkisins

Flm. (Karvel Pálmason):

Herra forseti. Það er óþarfi að hafa langa framsögu fyrir því máli sem hér er til umr. Öllum hv. þm. er kunnugt að þetta er gamalkunnur gestur. Mál þetta hefur verið flutt á tveimur undanförnum þingum. Sú hefur ein breyt. á orðið að núv. hæstv. menntmrh., sem verið hefur okkar forustumaður, 1. flm., hefur nú af eðlilegum ástæðum ekki sett nafn sitt á þessa þáltill., en í hans stað hefur komið varaþm. Vilhjálmur Sigurbjörnsson. En þó að hæstv. menntmrh. sé ekki meðflm. að þessari till. nú eins og áður, þá hefur hann e.t.v. greitt enn frekar fyrir því, — ég segi: hugsanlega, þangað til frekar reynir á, — að þetta mál fái jákvæða niðurstöðu og ég tala nú ekki um að það fái þinglega meðferð.

Hv. þm, er öllum um það kunnugt, að frá því að þetta mál var fyrst flutt hafa komið áskoranir viða að, bæði frá einstaklingum og félagasamtökum víðs vegar á landinu, með stuðningi við þetta mál. Engin rödd hefur mér vitanlega heyrst, hvorki hér á hv. Alþ. né annars staðar frá, sem mælt hefur í móti þessu máli. Það mætti því ætla að það ætti greiðan framgang á hv. Alþ. Eigi að síður hefur sú orðíð raunin að má,l þetta hefur verið svæft í n. á tveimur þingum, og þykir mér miður fyrir þessa hv. stofnun að slíkt skuli eiga sér stað.

Ég ætla ekki að hafa þessi orð öllu fleiri. Við flm. leggjum ekki til að þessu sinni að málinu verði vísað til n. Við teljum okkur hafa fullreynt að það hefur verið lítils að vænta til stuðnings þessu máli úr þeirri hv. n., sem það hefur verið í undanfarin tvö ár, og við leggjum þess vegna ekki til að málið fari til nefndar.

Ég hefði viljað koma hér aðeins betur undirbúin til að taka þátt í þessum umr., en ég held að þetta sé meginatriðið í því sem ég vildi segja. Ég endurtek og lýsi fullri ábyrgð á hendur opinberum mönnum í ábyrgðarstöðum sem almenningur mætti vænta að væru þess umkomnir að sýna hér meiri almenna menningarlega umgengni og ábyrgð í þessum málum en hefur tíðkast hingað til. Því verða það mín síðustu orð hér: Ég skora á alþm. að láta það hvergi um sig spyrjast, hvorki í opinberum veislum né út í frá, að þeir hafi gefið alþjóð og almenningi lélegt fordæmi í þessum efnum.