15.05.1975
Sameinað þing: 80. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4321 í B-deild Alþingistíðinda. (3535)

216. mál, vegáætlun 1974-1977

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen) :

Herra forseti. Það er út af ummælum hv. 11. landsk. þm., Geirs Gunnarssonar, varðandi framlag til Garðskagavegar samkv. till. fjvn. Ég vildi láta þess getið að á fundi þm. Reykn., þar sem skipting vegafjár var til umr., bentu starfsmenn Vegamálaskrifstofunnar okkur þm. á hvernig best væri að marka stefnu í þessari vegáætlun varðandi gerð nýs vegar úr Garði til Sandgerðis, en þeir þm., sem mættir voru, höfðu lýst áhuga sínum á þessu máli. Samkv. þeirra ábendingu vorum við því allir sammála um að varið skyldi 3 millj. kr. á árinu 1976 til undirbúningsframkvæmda. Ef hv. þm. líður betur haldandi það að hann hafi beitt sér fyrir þessu máli, þá er það mér að meinlausu, en sá misskilningur kallar hið rétta fram í dagsljósið.