15.05.1975
Neðri deild: 91. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4346 í B-deild Alþingistíðinda. (3595)

286. mál, iðnaðarmálagjald

Forseti (Ragnhildur Helgadóttir) :

Í tilefni af þessari aths. (Iðnrh.: Er þetta till. forseta að vísa málinu til n.?) Nei, það mun hafa verið till. ræðumanns borin fram í ræðu áðan og er skráð hér á blaðið, sem ég hef í höndum frá varaforseta, að till. hafi komið fram í umr. um að vísa málinu til n. Ég hins vegar vek athygli á því að það gefst færi á því fyrir n. að ræða málið milli umr. eins og alltítt er, en hins vegar er það alls ekki tíðkanlegt, svo að ég viti til, að málum sé formlega vísað til n. með atkvgr. á milli umr. á síðari stigum. Ég vona að hv. þdm. hafi ekkert við þessa hætti að athuga. Þetta eru venjuleg vinnubrögð, að ef n. sýnist svo, þá athugi hún málið betur fyrir síðustu umr. ef ný sjónarmið hafa komið fram.