15.05.1975
Neðri deild: 91. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4347 í B-deild Alþingistíðinda. (3597)

286. mál, iðnaðarmálagjald

Forseti (Ragnhildur Helgadóttir) :

Ég hef borið mál þetta undir skrifstofustjóra Alþingis og ráðfært mig við hann. Það er, eins og hv. þdm. vita, hægt að vísa málinu til n. á hverju stigi þess sem er, en mat skrifstofustjóra er að um það beri að greiða atkv., ef um það kemur fram ósk. Ég sé mér því ekki fært að neita þeirri ósk, ef haldið er fast við þá kröfu um að atkvgr. fari fram um það, hvort málinu skuli vísað aftur til n. En í lok 15. gr. þingskapa segir: „Vísa má máli til nefndar á hverju stigi þess“.