16.05.1975
Efri deild: 96. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4378 í B-deild Alþingistíðinda. (3664)

220. mál, atvinnuleysistryggingar

Halldór Ásgrímsson:

Herra forseti. Ég mun styðja frv. þetta eins og það liggur fyrir enda þótt ég hefði talið að dagskrártill. okkar hefði átt að tryggja að þetta mál næði fram að ganga. Sú breyting, sem nú hefur orðið, tekur mið af þeirri staðreynd að það þarf líka að huga að því að afla tekna eða þá að gera ráð fyrir því að eitthvað hverfi á móti. Ég hefði hins vegar talið vera meiri reisn yfir því ef Alþ. hefði ákveðið á hvern hátt teknanna skuli aflað eða hvað skuli falla niður á móti, en ég treysti því, að hæstv. ríkisstj. geri það á skynsamlegan hátt, og því mun ég fylgja málinu.