16.05.1975
Sameinað þing: 81. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4380 í B-deild Alþingistíðinda. (3681)

89. mál, öryggisþjónusta Landssímans

Frsm. (Jón Helgason):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til athugunar þáltill. um öryggisþjónustu Landssímans á þskj. 97. N. hefur kynnt sér till. og fengið um hana umsögn landlæknis. Í 42. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 56 1973, segir að heilbrrn. geri áætlun í samráði við póst- og símamálastjóra um fjarskipta- og símaþjónustu í héruðum landsins svo að landsmenn geti náð til læknis án tafar. Segja má að fullkomnu öryggi á því sviði verði ekki náð fyrr en sjálfvirkur sími hafi komist til allra landsmanna. Hins vegar eru vaxandi möguleikar með bættri tækni til að tengja stærra svæði við þær símstöðvar sem hafa opið allan sólarhringinn, en hæstv. samgrh. hefur ákveðið að þeim verði nú fjölgað nokkuð. Á þennan hátt og með ýmsu öðru móti er hægt að bæta nokkuð það ástand, sem verið hefur, án gífurlegs aukakostnaðar, ef skipulega er að því unnið. Þess vegna mælir n. með samþykkt till. með þeirri breytingu sem fram kemur í nál. á þskj. 740.