16.05.1975
Sameinað þing: 81. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4383 í B-deild Alþingistíðinda. (3693)

169. mál, nýting á áveitu- og flæðiengjum landsins

Fram. (Guðmundur H. Garðarsson) :

Herra forseti. Atvmn. Sþ. hefur haft þetta mál til athugunar og sent það til umsagnar. Ein umsögn barst, frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, svo hljóðandi:

„Rannsóknastofnun landbúnaðarins hefur móttekið bréf yðar frá 8. þ. m. (þ. e. a. s. 8. apríl). Stofnunin mælir eindregið með að nefnd þáltill. verði samþ. Jafnframt vill stofnunin láta það koma fram að hún er reiðubúin að taka upp viðræður um auknar rannsóknir og athugun á þessu sviði, enda hafa þegar nokkrar frumathuganir verið gerðar á næringargildi gulstarar á vegum stofnunarinnar.“

Undir bréfið ritar Björn Sigurbjörnsson forstjóri.

Atvmn. mælir með því að till. verði samþ.