16.05.1975
Sameinað þing: 82. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4424 í B-deild Alþingistíðinda. (3766)

Þinglausnir

Forseti (Ásgeir Bjarnason) :

Hæstv. ríkisstj. Háttvirtir alþingismenn. Ég mun gefa yfirlit um störf Alþingis.

Þingið hefur staðið frá 29. okt. til 21. des. 1974 og frá 27. janúar til 16. maí 1975, alls 164 daga.

Þingfundir hafa verið haldnir:

Í

neðrideild

93

Í

efri deild

97

Í

sameinuðu þingi

82

Alls

272

Þingmál, og úrslít þeirra:

I. Lagafrumvörp:

1.

Stjórnarframvörp:

a.

Lögð fyrir neðri deild.

31

b.

Lögð fyrir efri deild

39

e.

Lögð fyrir sameinað þing

4

74

2:

Þingmannaframvörp:

a.

Borin fram í neðri deild

52

b.

í efri deild

23

75

149

Úrslit urðu þessi :

Lagafrumvörp:

a.

Afgreidd sem lög:

Stjórnarfrumvörp

59

Þingmannafrumvörp

16

75

b.

Fellt:

Þingmannafrumvarp

1

e.

Vísað til ríkisstjórnarinnar:

Stjórnarfrumvarpi

1

Þingmannafrumvörpum

12

14

d.

Ekki útrædd:

Stjórnarfrumvörp

14

Þingmannafrumvörp

46

60

149

II. Þingsályktunartillögur:

a.

Bornar fram í sameinuðu þingi

80

b.

í neðri deild

8

c.

í efri deild

6

94

Úrslit urðu þessi:

a.

Ályktanir Alþingis

32

b.

Felld

1

e.

Vísað til ríkisstjórnarinnar

8

d.

Ekki útræddar

53

94

III. Fyrirspurnir:

Í sameinuðu þingi

97

Sumar eru fleiri saman á þingskjali,

svo að málatala þeirra er ekki nema

49

Í neðri deild

3

52

Öllum þessum fyrirspurnum var

svarað nema 5.

Mál til meðferðar í þinginu alls

295

Skýrslur ráðherra voru

4

Tala prentaðra þingskjala

860

Það yfirlit, sem ég hef nú lesið, sýnir að mörg mál hafa legið fyrir þessu þingi, þótt nú sem jafnan áður hafi þau ekki öll hlotið endanlega afgreiðslu.

Þegar í byrjun þessa þings var ljóst að vandamálin, sem við var að fást, voru mörg og margþætt og því eðlilegt að það tæki tíma fyrir alþm. að kynna sér þau áður en til endanlegrar afgreiðslu þeirra kæmi.

Þegar litið er á lagasetningu þessa þings, þá ber hún glöggt vitni þess, að vandamálin, sem við var að etja, voru á sviði efnahagsmála. Við höfum í nokkur ár að undanförnu búið við góðæri til lands og sjávar og notið hagstæðra viðskiptakjara við erlendar þjóðir, þar til á s. l. ári að innflutningsvörur okkar hækkuðu ört í verði, jafnframt því sem útflutningsvörur okkar lækkuðu í verði. Verðsveiflur þessar hafa komið sér illa fyrir marga, skert lífskjör, aukið verðbólgu, valdið vinnudeilum og stöðvun atvinnufyrirtækja, eins og nú er með togarana. Framtíðin í þessum efnum er óljós. Sumum finnst e. t. v. að Alþ. sé svifaseint þegar ráða þarf bót á vandamálum sem þessum. En vel hefur það mörgum reynst að kunna fótum sínum, forráð.

Þótt lagasetning þingsins mótist aðallega af aðsteðjandi vandamálum og beri þess vott að varlega sé í framkvæmdir farið, þá er hitt jafnljóst, að Alþ. og ríkisstj. eru stórhuga í allri lagasetningu. Þar vil ég minna á virkjun fossaflsins og hveraorkunnar, að því ógleymdu, að einhugur stendur á bak við landgræðsluna og útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur.

Það er sagt, að margs þurfi búið með. Það hefur ekki heldur gleymst að skyggnast sem víðast og sjá um að halda vel í horfinu. Það er öllum hollt að hafa það í huga, að farsælt er að sníða sér stakk eftir vexti, miða framkvæmdir við getu og búa sem mest að sínu eigin á sem flestum sviðum.

Það hefur í vetur komið fram óvenjulega mikil gagnrýni á Alþingi og alþm. og launakjör þeirra. Þó er það svo, að í engu hefur verið breytt frá þeim lögum og reglum, sem störf þingsins og launakjör þm. byggjast á, en þau eru í meginatriðum eins og laun opinberra starfsmanna. Áratugahefð hefur ráðið nú sem áður, þar sem lagabókstafurinn nær ekki til. En hver er tilgangurinn með þessari gagnrýni? Hvað á að byggja upp þegar búið er að brjóta niður? Það er hverjum og einum hollt að hugleiða þessi mál og minnast þess, að í upphafi skal endinn skoða.

Ef ég hef eitthvað með stjórn Alþingis að gera framvegis, mun ég leita eftir því við hv. þm., hverju þeir vilja breyta í starfsháttum Alþ., og reyna að ná samkomulagi um þau mál, því að það er þeirra að ráða fram úr því sem þeim sjálfum finnst að betur megi fara.

Þetta þing hefur verið annasamt og ekki síst síðustu vikurnar. En það er ekki nýtt og svo hefur það jafnan verið áður.

Ég þakka hæstv. ríkisstj. og hv. alþm., skrifstofustjóra og starfsfólki Alþingis umburðarlyndi í minn garð, en jafnframt þakka ég ánægjulegt samstarf. Sérstakar þakkir færi ég varaforsetum sem jafnan hafa fúslega veitt mér hina bestu aðstoð. Ég þakka skrifurum þingsins kostgæfni í störfum og skrifstofustjóra og öllu starfsfólki Alþ. fyrir mikið og vel unnið starf.

Að lokum óska ég hv. þm. góðrar heimferðar og heimkomu og læt í ljós þá von, að öll megum við heil hittast hér á næsta hausti.

Landsmönnum öllum óska ég árs og friðar.