03.12.1974
Sameinað þing: 15. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 491 í B-deild Alþingistíðinda. (387)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Eftirfarandi bréf hefur mér borist:

„Reykjavík, 3. des. 1974.

Gylfi Þ. Gíslason, 9. þm. Reykv., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég vegna meiðsla í ökla hef því miður ekki getað sótt þingfundi nokkra undanfarna daga og get fyrirsjáanlega ekki sótt þingfundi næstu daga, fer ég fram á að varamaður taki sæti mitt á Alþingi í forföllum mínum. Þar sem 1. varamaður Alþfl. í Reykjavík, Björn Jónsson, getur ekki tekið sæti mitt á Alþ. vegna anna, fer ég fram á í samræmi við 138. gr. l. um kosningar til Alþingis, að 2. varamaður Alþfl. í Reykjavík, Eyjólfur Sigurðsson prentari, taki sæti á Alþingi.“

Ragnhildur Helgadóttir, forseti Nd.

Bréf hefur einnig borist frá Birni Jónssyni: „Vegna anna við skyldustörf get ég því miður ekki tekið sæti dr. Gylfa Þ. Gíslasonar á Alþingi í forföllum hans.

Reykjavík, 3. des. 1974.

Björn Jónsson.“

Þar sem Eyjólfur Sigurðsson, prentari, hefur áður átt sæti á þingi á þessu kjörtímabili þarf ekki að rannsaka hans kjörbréf, og býð ég hann velkominn til starfa.