09.12.1974
Efri deild: 17. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 598 í B-deild Alþingistíðinda. (472)

61. mál, Hótel- og veitingaskóli Íslands

Frsm. (Axel Jónason):

Herra forseti. Frv. það, sem hér um ræðir, var flutt á síðasta Alþ. ásamt tveimur öðrum frv., sem gengu í þessa átt, þ.e.a.s. að veita nemendum tiltekinna skóla aðild að skólanefnd. Þar var um að ræða Vélskólann og Fiskvinnsluskólann, Þetta frv. náði þá ekki fram að ganga í önnum síðustu vikna þingsins og er endurflutt nú í sama formi.

Menntmn. þessarar hv. d. hefur athugað frv. og mælir með samþykkt þess með þeirri breytingu, sem er að finna á þskj. 102. Einn um., Steingrímur Hermannsson, var fjarverandi afgreiðslu málsina.

Ég legg til, herra forseti, að málinu verði vísað til 3. umr.