10.12.1974
Sameinað þing: 21. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 644 í B-deild Alþingistíðinda. (545)

50. mál, virkjun Suður-Fossár á Rauðasandi í Vestur-Barðastrandasýslu

Flm. (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Herra forseti. Ég get tekið undir allt sem hv. þm. Sighvatur Björgvinsson sagði um mikilvægi þess að vinna að stórframkvæmdum í raforkumálum Vestfjarða. Ég Sagði raunar áherslu á það í máli mínu áðan.

Ég stóð hér upp til þess að lýsa ánægju minni yfir því sem fram kom í ræðu hæstv. iðnrh. Það er ánægjulegt að heyra að hann hefur fullkominn skilning á þörf þess að hrinda í framkvæmd þessu máli, sem hér um ræðir, virkjun Suður-Fossár. Og ég vil sérstaklega — og ég veit að ég mæli þar fyrir munn allra flm. og hv. þm. Sighvatur Björgvinsson hefur þegar talað fyrir sig, — færa hæstv. iðnrh. þakkir okkar fyrir yfirlýsingu hans um stuðning við þetta mál.