11.12.1974
Efri deild: 18. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 671 í B-deild Alþingistíðinda. (564)

83. mál, lántökuheimildir erlendis

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur tekið frv. til l. um lántökuheimildir erlendis til athugunar og er sammála um að leggja til að frv. verði samþ. óbreytt. Þetta frv. gerir ráð fyrir því að ríkisstj. fái heimild til þess að taka erlent lán að fjárhæð 2 milljarðar 120 millj. kr. til þess að endurlána það til Framkvæmdasjóðs, Landsvirkjunar, til vegagerðar og framkvæmda í orkumálum.

Ég sé ekki ástæðu til að rekja mál þetta frekar. En þar sem hér er um mjög brýnt mál að ræða og aðkallandi vil ég fara þess á leit, herra forseti, að að lokinni þessari umr. fari þegar fram 3. umr. um þetta mál.