12.12.1974
Sameinað þing: 22. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 699 í B-deild Alþingistíðinda. (604)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Út af því, sem hv. 2. þm. Austf. sagði, að það hefði aldrei fyrr á Alþ. komið fyrir að umr. utan dagskrár væru látnar sæta sömu þingsköpum og fyrirspurnir þær sem bornar eru fram á þinglegan hátt með nægilegum fyrirvara, þá er það algjörlega rangt. Ég mun siðar á þessum fundi vitna til þess, að það hefur oft komið fyrir áður. Ég tilkynnti í upphafi þessara umr. að sami háttur yrði hafður á um umr. utan dagskrár nú og um fsp. samkv. þingsköpum. Því andmælti enginn og ég mun halda mér við það sem ég tilkynnti þá.