29.10.1974
Sameinað þing: 1. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 6 í B-deild Alþingistíðinda. (7)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Aldursforseti (Guðlaugur Gíslason):

Ég vil bjóða þessa þingmenn velkomna til starfa, en þeir munu nú undirrita drengskaparheit.

Þessu næst undirrituðu þeir þingmenn, sem höfðu ekki setið áður á Alþingi, drengskaparheit um að halda stjórnarskrána, en þeir vora þessir: Gunnar Sveinsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Þór Vigfússon.

Gengið var til forsetakosningar. Kosningu hlaut Ásgeir Bjarnason, 1. þm. Vesturl., með 43 atkv., en 13 seðlar voru auðir.

Hinn kjörni forseti tók nú við fundarstjórn.