16.12.1974
Sameinað þing: 24. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 905 í B-deild Alþingistíðinda. (760)

1. mál, fjárlög 1975

Frsm. meiri hl. (Jón Árnason):

Herra forseti. Á þskj. 171 hefur fjvn. leyft sér að bera fram litla brtt. Það er brtt. við brtt, á þskj. 143, 55. tölul., við 4. gr., bygging sjúkrahúsa o. fl. Sundurlíðun breytist þannig undir tölul. 32, Vik í Mýrdal, að fyrir „12 millj. 800 þús.“ kemur: 6 millj. 900 þús., og 33 Kirkjubæjarklaustur, fyrir „1000“ kemur: 6 millj. 900 þús.

Þm. Suðurl. komu að máli við n., ekki þó allir, og óskuðu eftir, að þessi breyt. yrði gerð á þessum fjárveitingaliðum. N. hefur orðið við því að flytja þessa brtt., og hún hefur ekki í för með sér hækkun.