17.12.1974
Efri deild: 24. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 946 í B-deild Alþingistíðinda. (800)

72. mál, Háskóli Íslands

Frsm. (Axel Jónsson):

Herra forseti. Eins og fram kemur á þskj. 163, hefur menntmn. athugað umgetið frv. á fundum sínum, fengið háskólarektor til viðræðna um málið og einnig sent frv. til umsagnar hagsýslustjóra. Eins og fram kemur í nál. var Steingrímur Hermannsson fjarverandi þegar nefndin gekk frá frv., en einstakir nm. áskildu sér rétt til að flytja eða fylgja brtt. er fram kunna að koma.

Frv. felur í sér í fyrsta lagi tvíþætta breyt., annars vegar varðandi stjórnsýslu Háskólans, þ.e. að stofna embætti kennslustjóra er verði jafnsettur háskólaritara, og í öðru lagi samkv. 6. gr., að veita heimild til að stofna námsbrautir fyrir sérmenntun, sem ekki verður með eðlilegum hætti komið fyrir innan háskóladeildanna, eins og segir í aths. við frv. Nm. töldu rétt, að þetta yrði samþ., í þeirri trú að starfsemi Háskólans mætti með þessu enn frekar en orðið er tengjast atvinnuvegum landsins.

Ég hef ekki fleira að segja um þetta, herra forseti, en legg til að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til 3. umr., og ef mögulegt væri, þá eru þdm. nærri einhuga um að ljúka 3. umr. einnig hér í dag.