12.11.1974
Sameinað þing: 6. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 123 í B-deild Alþingistíðinda. (91)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Ég mun taka til greina tilmæli hæstv. viðskrh. um hvernig með skuli farið fsp. utan dagskrár. Satt að segja hafði ég hugsað mér að láta þessar fsp. utan dagskrár falla undir sama ræðutíma og fsp. samkv. þingsköpum. En enn þá hefur ekki gefist kostur þess að ræða þessi mál við forseta deildanna, m.a. vegna fjarveru annars aðalforseta. Þessi mál verða rædd á næsta fundi sem forsetar halda og ræða þingsköp o.fl. og vænti ég að það náist góð samstaða alþm. um þær till. í þessum efnum sem forsetar kunna að koma sér saman um.