18.12.1975
Efri deild: 39. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1482 í B-deild Alþingistíðinda. (1157)

102. mál, lántaka vegna opinberra framkvæmda 1976

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð út af því sem hv. 1. landsk. þm. sagði varðandi flutning þess frv. sem hér er til umr. Það er sjálfsagt að veita allar þær upplýsingar sem óskað er eftir, á nefndarfundi fjh.- og viðskn. Ed. Að menn séu boðaðir á fund áður en umr. er lokið er ekkert nýtt fyrirbrigði hér á Alþ. Ég man ekki betur en að oft séu boðaðir sameiginlegir fundir í nefndum, og þá er það undir þeim kringumstæðum að málin eru i.il umr. í fyrri d., þannig að hér er ekki um neitt afbrigðilegt að ræða.

Ég skil mjög vel að kannske sé erfitt á þessum tíma að fá þá aðila til fundar sem hv. þm. vildu gjarnan spyrja í sambandi við þetta mál. Ef óskir koma fram í fjh.- og viðskn. vegna ákveðinna aðila sem mér skilst að ætlað sé að koma þar til fundar, á þá veit ég að orðið verður við þeirri ósk að fresta fundi til morguns og fá þá viðkomandi aðila til þess að mæta þar á fundi.

Ég vitnaði og skírskotaði hér til þeirrar skýrslu sem lögð var fram á Alþ. í dag, og ég held að það komi mjög vel fram þar til hvers verið er að afla þeirrar lánsheimildar sem gert er í fv. á þskj. 247. Að hluta til var búið að kynna það í fjárlagafrv. svo og hitt, að fjvn.-mönnum var sérstaklega send þessi skýrsla í handriti til þess að þeir gætu fengið tækifæri til þess að kynna sér hana um leið og þeir væru að að vinna að lokaafgreiðslu fjárlagafrv. Það er að sjálfsögðu rétt að skýrslan kemur seinna en ég vonaðist til á borð alþm., en ég vonast til þess að menn virði mér það til vorkunnar þegar litið er á að hér er um að ræða verk sem ekki hefur verið unnið áður, og af skýrslunni má sjá að hér er um mikið verk að ræða. Ég held að þau vinnubrögð, sem hér eru upp tekin, séu með þeim hætti að þm. eigi miklu fremur að sjá það jákvæða heldur en hitt, þó að svo takist til að skýrslan hafi ekki verið lögð fram á þingi fyrr en í dag. Með því að þessi skýrslugerð hefur nú. átt sér stað og hún verði lögð fyrir Alþ. um leið og fjárlagaafgreiðsla fer fram, þá tel ég eðlilegt að frv. til að afla heimildar til erlendrar lántöku í samræmi við þá skýrslu sé til umr. á sama tíma. Ég held að þetta séu vinnubrögð sem eigi að viðhafa, en ekki hitt, sem gjarnan hefur viljað brenna við, að afgreiðsla slíkra mála hefur tekið lengri tíma og ekki verið í neinu samhengi.

Ég skal ekki hafa þessi orð mín fleiri, en vil segja við hv. þm. að það er hægt að fá allar upplýsingar — sjálfsagt að fá þær, og ef til fundar verður boðað í hv. fjh.- og viðskn. nú á þessum tíma og þar kemur fram ósk um að einhverjir þeirra, sem að samningu þessarar skýrslu hafa staðið komi til fundar, þá er sjálfsagt að sjá til þess þegar dagur rís.