19.12.1975
Sameinað þing: 37. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1539 í B-deild Alþingistíðinda. (1268)

1. mál, fjárlög 1976

Frsm. meiri hl. (Jón Árnason) :

Herra forseti. Eins og ég gat um við 2. umr. fjárlagafrv., þá var upptalning í tekjuáætlun þar miðuð í aðalatriðum við kauplag og verðlag eins og það var í októbermánuði s. l. til samræmis við áætlunargrundvöll gjaldahliðar frv. Meginforsenda magnbreytinga veltustærða á árinu 1976 var sú, að almenn þjóðarútgjöld yrðu sem næst óbreytt að magni frá því sem spáð var fyrir árið í ár. Þó er e. t. v. talið að veltan gæti orðið minni.

Tekjuáætlun frv. hefur nú verið endurskoðuð með tilliti til betri vitundar um líðandi ár, auk þess sem nú er miðað við verðlag og kauplag í desembermánuði. Forsendum magnbreytingar veltustærða er nú að talið séu að mestu óbreyttar, nema, eins og ég áðan sagði, ef vera kynni að veitustærðin yrði lítið eitt minni. Með þeirri ákvörðun eða lagabreytingu að láta Jöfnunarsjóð sveitarfélaga fá nú 8% af 18 söluskattsstigum í stað 13 áður minnka tekjur ríkissjóðs um 521 millj. kr. Þegar hins vegar er tekið tillit til þeirra útgjaldaliða sem yfirfærast til sveitarfélaganna, eins og þeir eru ákveðnir í fjárlagafrv., en þeir nema samtals um 392 millj. kr., kemur í ljós að tekjuskerðing ríkissjóðs er að upphæð um 126 millj. kr. Við það bætast 13 millj. sem ríkissjóði ber að greiða Lánasjóði sveitarfélaga sem mótframlag. Þannig verður samtals um 139 millj. kr. lakari staða ríkissjóðs við þessa breytingu.

Varðandi tekjubálk frv. að öðru leyti verður aðalhækkunin í sambandi við framlengingu vörugjaldsins, 10% til 1. sept. n. k. og 6% síðan til áramóta. Heildartekjur vegna þess eru áætlaðar um 2.2 milljarða kr. Eins og fram kemur í þjóðarspá frá 28. nóv. er gert ráð fyrir minnkun veltumagnsins frá því sem áður hafði verið spáð, og nú þegar vörugjaldið er framlengt er talið að það hafi einnig áhrif til magnminnkunar. Það er með tilliti til þess sem ekki þótti rétt að áætla frekari söluskattshækkun. Að svo mæltu mun ég geyma mér að sinni að ræða frekar um tekjubálk fjárlagafrv., en víkja þessu næst að þeim sem fjvn. flytur til breyt. á gjaldabálki frv. .

Kemur þar fyrst till. n. um sérfræðilega aðstoð við þingflokka, hækkun fjárveitingar um 2.4 millj. kr. Hér er um hreint launamál að ræða og því fært til samræmis við raunverulegar launabreytingar eins og aðrir hliðstæðir þættir í fjárlagafrv.

Næst er till. um þjóðgarðinn á Þingvöllum, að inn sé tekinn nýr liður, þ. e. líffræðirannsókn í Þingvallavatni að upphæð 1200 þús. kr.

Til Háskóla Íslands eru þrjár brtt. Í fyrsta lagi við læknadeild vegna námsbrautar í sjúkraþjálfun 1 millj. kr. í öðru lagi við heimspekideild, leiðrétting á launum að upphæð 1 millj. 600 þús. Einnig er um leiðréttingu að ræða við verkfræði- og raunvísindadeild að upphæð 2 millj. 90 þús. kr., en þar er einnig um leiðréttingu að ræða í sambandi við önnur rekstrargjöld.

Til Íþróttakennaraháskóla Íslands er lagt til að launaliður hækki um 300 þús. kr., viðhald um 600 þús. kr. og gjaldfærður stofnkostnaður um 1 millj. kr., en það er vegna byggingar á kennarabústað og er upphæðin ætluð til að hanna væntanlega byggingu.

Þá er lagt til að launaliður við Nýja hjúkrunarskólann hækki um 1 millj. kr.

Við Fósturskóla Íslands lækka hins vegar önnur rekstrargjöld um 1 millj., en það er vegna þess að skólinn er fluttur í nýtt húsnæði og er um lækkun á húsnæðiskostnaði hér að ræða.

Til Leiklistarskólans er till. um hækkun að upphæð 10 millj. kr., en auk þess eru fluttar af öðrum lið á þennan skóla 4 millj. 750 þús. kr., þannig að alls er fjárveiting til Leiklistarskólans 14 millj. 750 þús. kr. Þessi skóli tekur nú til starfa, svo sem kunnugt er, skv. nýjum lögum.

Þá eru næst brtt. við verslunarskólana. Þar er lagt til að framlag til Verslunarskóla Íslands hækki um 7 millj. og 600 þús. og til Samvinnuskólans um 1 millj. og 400 þús.

Liðurinn aksturskostnaður skólabarna er lagt til að hækki um 18 millj. 555 þús. kr., en þá er einnig gert ráð fyrir að ríkissjóður muni greiða fyrir n. k. áramót til sveitarfélaganna nokkuð af áföllnum aksturskostnaði sem heyrir til yfirstandandi ári.

Til skíðakennslu í skólum er lagt til að liðurinn hækki um 225 þús. kr.

Á þskj. n. 242 er till. fjvn. um skiptingu á fjárveitingu til stofnkostnaðar dagvistunarheimila. Hér er um að ræða 68 millj. 400 þús. kr. og skipt óbreyttri upphæð frá því sem er í frv. Um sjálfa skiptinguna vísast til þess sem fram kemur á þskj.

Þá kemur næst till. um að hækka fjárveitingu til Lánasjóðs ísl. námsmanna um 32 millj. og 500 þús., en auk þess hækkar heimild til að ábyrgjast lán fyrir Lánasjóðinn um 500 millj. kr. frá því sem er í fjárlagafrv., 100 millj., verði því heimildin til að ábyrgjast lán fyrir Lánasjóðinn samtals 600 millj. kr.

Til jöfnunar á námskostnaði er lagt til að fjárveiting hækki um 25 millj. og 500 þús. kr. Til Bréfaskólans hækkar fjárveiting um 300 þús. kr. og verður þá fjárveiting til Bréfaskólans samtals að upphæð 1.5 millj. kr.

Til Þjóðminjasafnsins er lagt til að fjárveitingar hækki: Í fyrsta lagi viðhaldsliðurinn um 300 þús. kr. Í öðru lagi hækkar liðurinn til byggðasafna o. fl. um 1.5 millj. kr. Undir þennan lið fellur nokkur fjárveiting til sjóminjasafns og styrkir til endurbóta á kirkjum og öðrum eldri húsum. Það er einnig með tilliti til þessa sem n. leggur til að fjárlagaliðir annarra kirkna í fjárlagafrv., að upphæð samtals 300 þús. kr., færist yfir til Þjóðminjasafnsins.

Næst kemur till. n. um hækkun fjárveitingar til Menningarsjóðs um 1.5 millj. kr.

Til Ungmennafélags Íslands hækkar fjárveiting um 1.6 millj.

Lagt er til að Bandalag ísl. skáta fái vegna byggingarkostnaðar við Úlfljótsvatn 200 þús. kr. Næst er till. um Íþróttasamband Íslands, að það fái fjárveitingu til viðbótar að upphæð 3 millj. 338 þús. kr., þannig að heildarfjárveiting til Íþróttasambandsins verði um 20 millj. kr.

Til Skáksambands íslands er lagt til að fjárveiting hækki um 150 þús. kr., þannig að heildarfjárveiting til Skáksambandsins verður þá 1 millj. kr.

Til Kvenréttindafélags Íslands er lagt til að fjárveiting hækki um 100 þús. kr. og að til Hagsmunasamtaka einstæðra foreldra er till. um 50 þús. kr. hækkun.

Til Héraðsskjalasafnsins á Egilsstöðum er till. um 250 þús. kr.

Næst kemur till. vegna ríkislögreglunnar á Keflavíkurflugvelli að upphæð 8 millj. 500 þús. kr. Fjárveiting þessi er nauðsynleg vegna tækjakaupa svo að unnt sé á auðveldan hátt að leita að vopnum sem hugsanlegt sé að farþegar hafi meðferðis. Það eru nú æ fleiri þjóðir sem gera kröfur til þess að slík tæki séu til á þeim flugvöllum sem flugvélar koma frá til viðkomandi landa.

Þá er næst brtt. varðandi Hafrannsóknastofnunina vegna skuttogarans Baldurs að upphæð 33 millj. 88 þús. kr. Er lagt til að liðurinn önnur rekstrargjöld hækki þar sem talið er að rekstur Baldurs verði að þessu leyti dýrari en rekstur Hafþórs hefði verið.

Þá er lagt til að fjárveiting til Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins hækki vegna væntanlegs útibús á Neskaupstað um 2 millj. kr. Með þeirri fjárupphæð er talið öruggt að starfræksla útibúsins geti hafist á næsta ári.

Til Framleiðslueftirlits sjávarafurða eru tvær till. Lagt er til að launaliður hækki um 5 millj. 300 þús. kr., og liðurinn gjaldfærður stofnkostnaður hækkar um 3 millj. kr., en það er vegna innréttingarkostnaðar á nýju húsnæði sem stofnunin mun flytja í á næsta ári.

Svo sem kunnugt er var það eitt af samkomulagsatriðum þegar fiskverð var ákveðið á s. l. hausti að línufiskur fengi frekari uppbót frá ríkissjóði en verið hafði, og jafnframt var um það samið að fiskkaupendur greiddu einnig hærra verð fyrir línufiskinn sem kæmi þá á móti framlagi ríkisins. Vegna þessa samkomulags er talið nauðsynlegt að hækka liðinn verðbætur á línufisk um 20 millj. 300 þús. kr.

Við bæjarfógetaembættið á Neskaupstað er lagt til að launaliður hækki um 300 þús. kr., en þar er um leiðréttingu að ræða.

Liðurinn önnur rekstrargjöld við Landhelgisgæsluna er svo lagt til að hækki um 40 millj. kr., en það er vegna almennrar hækkunar á rekstrarútgjöldum skipanna frá því sem áætlað var þegar gengið var frá fjárlagafrv.

Og þá eru till. n. varðandi þjóðkirkjuna. Lagt er til að þær kirkjur, sem fá sérstaka styrki í sambandi við endurbætur, falli niður af þessum lið, eins og ég hef áður að vikið. Færist upphæðin, sem er 300 þús. kr., til Þjóðminjasafnsins og verður þá heildarfjárupphæðin þar ásamt með öðrum fjárveitingum í sama skyni.

Þegar gengið var frá fjárlagafrv. hefur láðst að taka inn upphæð, 120 millj. 700 þús. kr. til Byggingarsjóðs verkamanna, en skv. lögum ber ríkissjóði í þessu tilfelli að greiða til jafns við Beykjavíkurborg í byggingarsjóðinn. Borgarstjóri Reykjavíkur kom á fund n. og vakti athygli á þessum mistökum, sem eru leiðrétt með þeirri brtt. sem fjvn. hefur leyft sér að flytja.

Þá er till. um hækkun fjárveitinga til Lánasjóðs sveitarfélaga að upphæð 13 millj. kr., en það er afleiðing þess að lánasjóðurinn fær nú hærri upphæð af söluskatti en áður við þá breyt. á lögum sem nú hefur verið ákveðin.

Til Jafnlaunaráðs er till. um að fjárveiting hækki um 310 þús. kr.

Fjárveiting til Alþýðusambands Íslands vegna Menningar- og fræðslusambands alþýðu er lagt til að hækki um 150 þús. kr.

Þá er lagt til að inn sé tekinn nýr liður: Til félagsmálaskóla alþýðu. Hér er um nýja stofnun að ræða, og lagt er til að fjárveiting til þessa skóla verði 1 millj. kr.

Næst er brtt. við Tryggingastofnun ríkisins, þ. e. að fjárveiting hækki um 32 millj. kr. Upphæð þessari skal verja til þess að standa undir launakostnaði við nýja starfskrafta til ríkisspítalanna. Með tilliti til þeirrar lagabreytingar, sem hefur átt sér stað varðandi sjúkratryggingarnar, samsvarar þessi upphæð því að varið sé til starfsmannafjölgunar um 40 millj. kr.

Næst koma tvær till., en þær eru varðandi millifærslur til Læknishéraðasjóðs 1 millj. kr., og lækkar þá liðurinn námslán læknastúdenta um sömu fjárupphæð eða í millj. kr. Verða þá eftir á þeim lið 900 þús. kr.

Liðurinn sjúkraflug er lagt til að hækki um 1 millj. kr. Þessi þjónusta í heilbrigðiskerfinu er af flestum talin mjög þýðingarmikil. Kostnaður við rekstur flugvélanna hefur stóraukist, en að vísu fæst veruleg greiðsla frá sjúkratryggingum til þessara þjónustu. Þrátt fyrir það er talið að ekki verði komist af með minni upphæð í þessu skyni. Hér er a. m. k. um 5 aðila að ræða sem upphæðin verður skipt á milli.

Stórstúka íslands mun eiga 90 ára afmæli á næsta ári. Lagt er til að stúkan fái sérstaklega 200 þús. kr. af þessu tilefni.

Þá er lagt til að fjárveiting til Ríkisábyrgðasjóðs hækki um 198 millj. 700 þús. kr. Þessi fjárveiting er til komin vegna þess samkomulags sem gert var við togaraeigendur á sínum tíma um lengingu lána. Að þessi viðbót kemur nú stafar af því að nú eru til komnir fleiri togarar en upplýsingar lágu fyrir um við fjárlagagerðina, auk þess sem um nokkra gengisbreytingu hefur verið að ræða, en umrædd lán eru að langmestu leyti í erlendri mynt.

Eins og ég gat um við 2. umr. er nú í ríkiskerfinu starfsfólk, ekki undir 100 manns, sem ekki hefur verið heimild fyrir hendi til ráðningar á. Áætlað hefur verið, að ef til þess hefði komið að allt þetta starfslið yrði fastráðið, þá væri það ekki undir 100 millj. kr. sem til þess þyrfti. Það er hins vegar skoðun fjvn., að ströng endurskoðun verði að fara fram varðandi þetta starfslið, og í trausti þess, að hér megi og verði að spara, er lagt til að inn sé tekinn liður að upphæð 75 millj. kr. til að mæta þessum hugsanlega kostnaði.

Þá er næst liður sem er samræming við tekjuáætlun, að upphæð 200 millj. kr. Hér er um að ræða ýmsa kostnaðarliði í frv., ósundurliðað, en er afleiðing þess að nú er miðað við verðlag og kauplag eins og það er í des., en að þessu hef ég áður vikið.

Þá er lagt til að inn sé tekinn nýr líður, lífeyrissjóðir sjómanna, að upphæð 20 millj. kr. Hér er um greiðslu að ræða sem er samningsatriði og fallið hefur á ríkissjóð.

Til vegagerðar er lagt til að liðurinn gjaldfærður stofnkostnaður hækki um 55 millj. kr., en með því móti verður fjárveiting hin sama og á yfirstandandi ári í krónutölu, þannig að upphæðin verður samtals 380 millj. kr.

Næst er till. um að liðurinn til að halda uppi gistingu og byggð hækki um 312 þús. kr.

Þá er breyt. varðandi hafnamál. Lagt er til að til hafrannsókna og mælinga verði fjárveiting að upphæð 6 millj. 400 þús. kr. — Liðurinn til ferjubryggna er lagt til að hækki um 500 þús. kr. og liðurinn sjóvarnargarðar er einnig lagt til að hækki um 4 millj. 775 þús. kr. Að sjálfsögðu hefði verið æskilegt að þessi upphæð gæti verið allmiklu hærri vegna þeirra tjóna sem urðu á s. l. hausti en þó er talið að með þeirri fjárupphæð, sem hér er lagt til að verði til hækkunar, sé unnt að bæta úr því sem mest er aðkallandi í þessum efnum.

Í sambandi við listann yfir fjárveitingar til hafnanna og skiptingu þar á milli hafði fallið niður að gera millifærslu á milli tveggja hafna, þ. e. að færa frá Vopnafjarðarhöfn 2.5 millj., var 22.5 millj. og verður þá 20 millj., til Reyðarfjarðarhafnar sömu upphæð sem hækkar og í staðinn fyrir að vera 2.3 millj. verður 4.8 millj. Því miður var ekki tekið eftir þessum mistökum fyrr en of seint, ekki fyrr en rétt áðan, og ég vil því leyfa mér, herra forseti, að bera fram skriflega brtt. í tilefni af þessu og óska eftir að leitað verði afbrigða til þess að fá þessa skriflegu brtt. afgreidda.

Þessu næst koma brtt. við Veðurstofuna. Þar er nánast um millifærslur og leiðréttingar að ræða sem ekki hafa breytingar í för með sér hvað útgjöld snertir.

Til Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins er till. um að fjárveiting hækki um 775 þús. kr.

Þá er lagt til að til Orkustofnunar hækki fjárveiting um 34 millj. kr., en þeirri upphæð er sérstaklega ætlað að verja til jarðhitaleitar.

Í fjárlagafrv. er fjárveiting til járnblendiverksmiðjunnar í Hvalfirði að upphæð 285 millj. kr. Ætlað var að þessu fjármagni yrði varið til byggingar hafnar á Grundartanga. Nú er hins vegar talið að framkvæmdum muni seinka, þannig að einungis 50 millj. kr. verði notaðar á næsta ári og þá aðallega til hönnunar á framkvæmdinni. Þess vegna er lagt til að fjárveiting til járnblendiverksmiðjunnar í Hvalfirði lækki um 235 millj. kr.

Til Verðlagsskrifstofunnar er lagt til að liðurinn önnur rekstrargjöld hækki um 1.5 millj. kr., en það er vegna aukinnar starfsemi Verðlagsskrifstofunnar.

Þá er lagt til að liðurinn niðurgreiðslur á vöruverði hækki um 700 millj. kr. og verði þá samtals 4 milljarðar 968 millj. kr.

Að lokum er brtt. varðandi ýmis lán ríkissjóðs, vaxtagreiðslur, en þar er lagt til að upphæðin hækki um 483 millj. kr. og skiptist upphæðin eins og hér segir:

Til Seðlabankans 300 millj.

Til Hafrannsóknastofnunarinnar vegna Baldurs 31 millj.

Vegna kaupa á Þórshamri 4 millj.

Til vegagerðar vegna vanáætlunar 17 millj.

Vegna byggingarvísitölu 51 millj.

Vegna byggingarvísitölu 51 millj.

Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins 80 millj. kr. Þá koma næst heimildartill. á 6. gr., nýir liðir: Að fella niður eða endurgreiða söluskatt og aðflutningsgjöld af sérsmíðuðu hljóðfæri, sem er minningargjöf merkt Akureyrarkirkju. — Að veita Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins lán til að tryggja greiðslugetu sína síðasta ársfjórðung ársins 1975. — Að kaupa Hótel Hvanneyri á Siglufirði til skólahalds í bænum og taka lán í því skyni. — Að taka þátt í kaupum á jörðinni Reykjum á Reykjabraut, Austur-Húnavatnssýslu, ásamt aðildarhreppum Húnavallaskóla og taka lán í því skyni. — Að selja íbúðarhús á jörðinni Stekkjarmel í Rauðasandshreppi. — Að endurgreiða Snorra Hanssyni aðflutningsgjöld af tækjum til kasettugerðar. — Að fella niður eða endurgreiða söluskatt og aðflutningsgjöld af snjóbíl fyrir Flateyrarhrepp. — Að endurgreiða þinglýsingargjöld vegna afsals skuttogarans Haralds Böðvarssonar. — Að endurgreiða söluskatt og aðflutningsgjöld af sjúkrabifreið Hjúkrunardeildar Rauða kross Íslands. — Að endurgreiða söluskatt og aðflutningsgjöld af snjóbifreið Rauðakrossdeildar Sauðárkróks og bifreið Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði til leitar og sjúkraflutninga. — Að láta í makaskiptum 6 584 fermetra af landi Fitjakots á Kjalarnesi í Kjósarsýslu. — Að selja íbúð Pósts og síma í húsinu nr. 24 við Heiðarbraut á Akranesi. — Að verja söluandvirði Vestmannaeyjaskipsins Herjólfs til nauðsynlegra endurbóta á afgreiðsluaðstöðu Skipaútgerðar ríkisins í Reykjavík. — Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og söluskatt af nýjum jarðborum fyrir Jarðboranir ríkisins. — Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og söluskatt af efni til dísilstöðvar, aðveitustöðvar og orkuflutningsveitu fyrir Vestmannaeyjakaupstað. — Að taka lán til að kaupa hafskipabryggju á Eyri í Ingólfsfirði. — Að lækka toll í 15% og fella niður innflutningsgjald af bifreiðum sérstaklega útbúnum til sjúkraflutninga, sem hjálpar- og björgunarsveitir festa kaup á. Fjmrn. setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis. — Að taka lán til kaupa á húsnæði fyrir varamenn sendiherra í Kaupmannahöfn, London og New York, ef hagstæð þykja. Endanleg ákvörðun verði tekin í samráði við fjvn. Alþ. — Að taka lán til kaupa á húsnæði fyrir bústað og skrifstofur bæjarfógetans og sýslumannsins á Eskifirði. — Að endurgreiða þinglýsingargjald vegna afsals b/v. Snæfells EA 740. — Að láta af hendi við Seyðisfjarðarkaupstað án endurgjalds gamla símstöðvarhúsið, nr. 44 við Hafnargötu á Seyðisfirði, ásamt tilheyrandi eignarlóð gegn því að húsið verði notað fyrir safn muna og minja úr sögu Seyðisfjarðar. — Að semja um greiðslu yfirdráttarskuldar við Seðlabanka Íslands eins og hún verður um áramót 1975–1976 og um lánskjör. — Að selja fasteignina Brú við Markarfljót í landi Eyvindarholts og gamalt áhaldahús á Hvammstanga. — Að ábyrgjast fyrir Skúla Pálsson fiskræktarbónda allt að 15 millj. kr. lán vegna byggingar fiskeldisstöðvar í landi jarðarinnar Þóroddsstaða II í Ölfushreppi, gegn þeim tryggingum, sem ríkisstj. metur gildar. Hér er um endurveitingu að ræða á jafnhárri upphæð og var í fjárlögum yfirstandandi árs. — Að ábyrgjast fyrir St. Jósefsspítala í Hafnarfirði allt að 10 millj. kr. lán gegn tryggingum, sem ríkisstj. metur gildar. — Að lækka tolla af ökumælum til þungaskattsákvörðunar úr 25% í 7%. — Að ábyrgjast allt að 15 millj. kr. lán vegna flóabátanna v/b Baldurs og v/b Fagraness. — Að taka lán að upphæð allt að 25 millj. kr. til að byggja ferjuaðstöðu í Þorlákshöfn fyrir Vestmannaeyjaferju. — Að ábyrgjast fyrir Hafnabótasjóð allt að 10 millj. kr. lán til endurbóta á Suðureyri við Súgandafjörð vegna sjóskaða.

Þá vil ég loks vísa í afgreiðslu um fjárveitingar til flugvalla sem eru á þskj. 242 og vil þó taka sérstaklega fram að fjárveitingin til Vestmannaeyjaflugvallar er aðallega ætluð til byggingar flugskýlis.

Þá mun ég að lokum víkja að þeim breyt. sem verða á tekjubálki frv. Tekjuskattar eru nú áætlaðir 180,8 millj. kr. hærri en í fjárlagafrv., þar af tekjuskattur einstaklinga um 100 millj., tekjuskattur félaga um 80 millj. og byggingarsjóðsgjöld um 0.8 millj.

Gjöld af innflutningi hækka um samtals 210.1 millj. kr. og kemur hækkunin þannig fram, að aðflutningsgjöld hækka um 494 millj. kr., en innflutningsgjald af bensíni lækkar um 244 millj. og innflutningsgjald af bifreiðum lækkar um 30 millj. Á öðrum liðum í þessum tekjuflokki verður 9 .9 millj. kr. nettólækkun.

Skattar af framleiðslu hækka um 2 milljarða 330 millj. kr. einkum vegna framlengingar sérstaks vörugjalds, en tekjur af því eru áætlaðar 2 milljarðar 200 millj. kr., auk 130 millj. kr. af eftirstöðvum vegna ársins 1975.

Skattar af seldum vörum og þjónustu eru svo til óbreyttir frá fjárlagafrv., lækka um 11 millj. kr. nettó. Er þá gert ráð fyrir 1–2% minna veltumagni en í forsendum fjárlagafrv. Þó verða verulegar breytingar innan flokksins vegna tilfærslu hluta söluskatts til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, þannig að sá hluti eykst um 520 millj., en hlutur ríkisins lækkar um 139 millj. kr. Rekstrarhagnaður Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins hækkar um 100 millj. kr. en aðrir liðir í þessum tekjuflokki hækka um 28 millj.

Aðrir óbeinir skattar hækka um 125 millj. kr., þar af stimpilgjald 36 millj., þinglýsingar 28 millj., hluti af umboðsþóknun og gengismun gjaldeyrisbankanna 29 millj. kr. og aðrir liðir 32 millj. kr.

Samtals hækkar tekjubálkurinn þannig um 2 milljarða 941 millj. kr. og verður í heild 60 milljarðar 342 millj. Gjöld hækka um 1483 millj. nettó frá fjárlagafrv. og verða samtals 58 milljarðar 869 millj. kr. Afgangur á rekstrarreikningi verður þannig 1 milljarður 473 millj. kr. Lánabreytingar sýna hins vegar halla að fjárhæð 1113 millj. kr. og hefur staðan þar rýrnað um 1319 millj. frá fjárlagafrv. Niðurstaðan verður því greiðsluafgangur að fjárhæð 360 millj. kr.

Herra forseti. Ég hef þá lokið við að gera grein fyrir till. fjvn. við þessa umr. málsins.