03.02.1976
Sameinað þing: 43. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1670 í B-deild Alþingistíðinda. (1383)

27. mál, atvinnuleysistryggingar

Svava Jakobsdóttir:

Herra forseti. Vegna furðulegrar rangfærslu í ræðu hv. síðasta ræðumanns sé ég mig knúna til þess að standa hér upp og hressa upp á minni hans. Atkvgr. um þetta mál fór þannig, að allir þm. Alþb. nema einn, að ég hygg, greiddu atkv. með þessu frv.

Alþb. hefur hvað eftir annað flutt till. um fæðingarorlof kvenna. Um það atriði hefur aldrei nokkurn tíma verið ágreiningur. Okkar till. fjölluðu um að fæðingarorlof yrði fjármagnað úr almannatryggingunum. Það var fellt. Þá báru stjórnarflokkarnir ekki þá umhyggju fyrir konum í þessu máli að þeir gætu sætt sig við að samþ. fæðingarorlof, enda þótt þeir væru óánægðir með fjáröflunina. Það gerðu þó þm. Alþb. Ég hygg að Magnús Kjartansson, sé rétt með farið hjá hv. þm. Guðmundi H. Garðarssyni, hafi talað þar fyrir munn okkar allra. Við fylgdum þessu frv. vegna þess að við vorum hlynnt fæðingarorlofi allra kvenna en við létum uppi í ræðum og málflutningi að við værum andvíg því að það yrði fjármagnað á þennan hátt.