03.02.1976
Sameinað þing: 44. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1674 í B-deild Alþingistíðinda. (1398)

44. mál, frestun framkvæmda við Grundartangaverksmiðjuna

Flm. (Jónas Árnason) :

Herra forseti. Mér hafði verið tjáð, að það hefði a. m. k. einn maður verið kominn á mælendaskrá, svo að mér kom það nokkuð á óvart að þetta mál ætti þegar að fara út af dagskrá og til n. Að vísu hefur þegar orðið alllöng umr. um málið og e. t. v. allt verið tínt til frá beggja hálfu sem máli skiptir, en ég vil þó ekki sleppa þessu tækifæri til þess að beina fyrirspurnum til hæstv. iðnrh.

Í fyrsta lagi: Hvaða horfur eru á framhaldi framkvæmda við Grundartanga?

Og í öðru lagi: Hvað er hæft í því, sem kom fram í einu dagblaðanna ekki alls fyrir löngu, að komnir væru til skjalanna nýir ráðamenn hjá auðhringnum Union Carbide og þeir legðu áherslu á að samningnum yrði breytt í þá átt, að auðhringurinn ætti meiri hluta í verksmiðjunni og íslendingar þar með minni hluta?