03.02.1976
Sameinað þing: 44. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1676 í B-deild Alþingistíðinda. (1403)

44. mál, frestun framkvæmda við Grundartangaverksmiðjuna

Flm. (Jónas Árnason) :

Herra forseti. Athugasemd mín er sú, að ég sé ekki hvaða ástæðu hv. síðasti ræðumaður hefur til þess að herma upp á mig eitthvað í sambandi við skuldbindingar sem við höfum tekið á okkur varðandi þessa verksmiðju. Þeir skulu bera ábyrgð á þessum skuldbindingum að mínum dómi sem bera ábyrgð á því að við íslendingar höfum álpast út í þessa framkvæmd.