14.10.1975
Sameinað þing: 2. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í B-deild Alþingistíðinda. (15)

Kosning í fastanefndir skv. 15. gr. þingskapa

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 14. okt. 1975.

Herra forseti sameinaðs Alþingis,

Alþingishúsinu,

Reykjavík.

Hér með leyfi ég mér að fara þess á leit við yður, að þér frestið kosningum til starfa í fjvn. Alþingis, sem fram eiga að fara á fundi í Sþ. í dag, 14. okt. 1975,

Með virðingu,

Albert Guðmundsson.“

Það hefur einnig komið fram ósk um það frá formanni þingflokks Sjálfstfl. að þessari kosningu verði frestað. En til þess að svo megi verða verður að veita afbrigði fyrir frestuninni og mun ég leita þeirra.