12.02.1976
Efri deild: 53. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1884 í B-deild Alþingistíðinda. (1560)

148. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Frsm. meiri hl. (Steingrímur Hermannsson) :

Herra forseti. Sjútvn. þessarar d. hefur fjallað um frv. til l. um útflutningsgjald af sjávarafurðum og skilað áliti á þskj. 326. N. mælir með samþykkt frv. án breytinga. Nm. eru allir sammála þeirri meginstefnu sem hér er mörkuð, ef má orða það svo, að vinda ofan af því kerfi sem hér hefur farið vaxandi upp á siðkastið. Þó að einstakir nm. kunni að vilja gera nokkrar frekari eða aðrar breytingar er n. ljóst, að hér er um víðtækt samkomulag, aðila sjávarútvegsins að ræða og ekki rétt að gera á þessu máli efnisbreytingar.

Það skal tekið fram að hv. þm. Stefán Jónsson skrifar undir með fyrirvara og séráliti skilar Jón Árm. Héðinsson. Fjarverandi við afgreiðslu málsins var Jón G. Sólnes.