17.02.1976
Sameinað þing: 52. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1952 í B-deild Alþingistíðinda. (1628)

114. mál, sjónvarp á sveitabæi

Friðjón Þórðarson:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Mér finnst rétt að komi hér fram ein rödd utan Vestfjarðakjördæmis. Hér hafa vestfirðingar látið ljós sitt skina og ber ekki að lasta það. Þeir eru miklir málafylgjumenn, og ég get gjarnan gelið þess í leiðinni að þeir hafa jafnan reynst mér góðir grannar svo ég ann þeim alls góðs. Þykir mér því rétt að taka örlítið undir þeirra mál og minna á það, að ég er einn af flm. þessarar þáltill., að vísu sá síðast taldi af átta, en eigi að síður flm.

Hér er þessari till., sem borin er fram í fjórða sinn, hreyft í nokkuð breyttu formi, og ég hygg að það sé vel við hæfi að minna á Byggðasjóð í þessu efni. Okkur er öllum kunnugt um hvaða hlutverki Byggðasjóður á að sinna og þekkjum þá löggjöf sem um hann hefur verið sett. Þess vegna tel ég fulla ástæðu til þess að nefna hann í þessu sambandi. Við vitum auðvitað að Byggðasjóður hefur í mörg horn að líta. Hann hleypur undir bagga víða og léttir mönnum byrði hér og þar um landið. En hér er um mál að ræða sem minnir mjög á sig og slíkt mál að það skírskotar til þess að þar er ójöfn aðstaða manna. Málið er hæði skýrt vei í grg. og hefur auk þess skýrst í ræðuflutningi manna, sem hér hafa tekið til máls, svo að ég þarf ekki að fara langt út í þá sálma. En ég ítreka það, að ég mun styðja þetta mál og vænti þess að það nái sem fyrst fram að ganga, þannig að þessi lífsþægindi, sem nú eru talin nokkuð sjálfsögð, nái jafnt til allra landsmanna.